Nýliðar ÍR hafa framlengt samningi sínum við Sólrúnu Sæmundsdóttur fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Sólrún er að upplagi úr KR, en hefur leikið með ÍR frá árinu 2019. Á síðasta tímabili skilaði hún 11 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 23 leikjum fyrir félagið, en eftir að hafa endað í öðru sæti deildarkeppninnar, vann liðið sig upp í Subway deildina með sigri á deildarmeisturum Ármanns í úrslitaeinvígi fyrstu deildarinnar.