Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Bretlandi í leik um 11. sæti Evrópumótsins í Búlgaríu.

Eftir að hafa grafið sér holu í upphafi leiks náði Ísland að komast inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Undir lokin er leikurinn nokkuð spennandi og virðist Ísland hafa yfirhöndina þremur stigum yfir 66-69 með tæpar 10 sekúndur eftir af klukkunni. Fara hinsvegar afar illa að ráði sínu og tapa leiknum að lokum með tveimur stigum, 71-69.

Lokasóknir Bretlands:

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 16 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá bætti Hekla Eik Nökkvadóttir við 11 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og Sara Líf Boama 12 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks