Sindri hefur samið við Rimantas Daunys fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Rimantas er 25 ára, 205 cm miðherji frá Litháen sem kemur til liðsins frá Prievidza í Slóvakíu, en ásamt því að hafa áður leikið þar hefur hann einnig verið á mála hjá liðum í Eistlandi og heimalandinu Litháen. Með Prievidza skilaði hann 7 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.