Fjölnir hefur samið við Simon Francis fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Simon mun koma til liðsins í stað Marko Andrijanic sem félagið sleit samningum við á dögunum. Simon er sænskur 27 ára, 201 cm framherji sem síðast lék með Killorglin í írsku úrvalsdeildinni, en þar skilaði hann 24 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik.