Nýliðar ÍR hafa samið við Sigurbjörgu Sigurðardóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Sigurbjörg var með Stjörnunni í fyrstu deildinni á síðasta tímabili, en hafði verið þrjú tímabil þar á undan með ÍR í sömu deild. Í 17 leikjum með Stjörnunni á síðasta tímabili skilaði hún 5 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.