Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Subway-deild kvenna, en félagið hefur samið við hina bandarísku Sabrinu Haines. Haines kemur úr Kentucky-háskólanum og hefur leikið undanfarin ár í Serbíu og Svíþjóð.

Þá hefur Rósa Björk Pétursdóttir skipt yfir í Kópavoginn frá Haukum. Rósa hefur leikið með Haukum allan sinn feril og skilaði 2.8 stigum og 2,2 fráköstum að meðaltali í leik fyrir félagið á síðasta leiktímabili.