Njarðvík hefur samið við Philip Jalalpoor fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Philip er 29 ára, þýsk/íranskur bakvörður sem kemur til liðsins frá Bayeruth í Þýskalandi, en áður hefur hann einnig spilað á Spáni, í Austurríki, sem og með íranska landsliðinu á síðustu árum. Áður en hann gerðist atvinnumaður lék hann fyrir British Columbia í kanadíska háskólaboltanum.