Njarðvíkingar hafa samið við Odd Rúnar Kristjánsson fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Oddur er kunnugur Ljónagryfjunni en hann lék áður með Njarðvíkingum frá 2015-2018. „Ég hlakka mikið til komandi tímabils eftir að hafa verið fjarverandi í langan tíma. Það er þvílík stemning hérna í Njarðvík. Ég mun reyna að hjálpa liðinu eins og ég get til að ná sínum markmiðum,“ sagði Oddur í samtali við miðla UMFN.

Oddur er 27 ára og hefur áður leikið með KR, ÍR, Grindavík, Breiðablik, Val og Njarðvík eins og áður segir.