Nýliðar Hauka hafa samið við Nobertas Giga fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Nobertas er 27 ára, 208 cm miðherji frá Litháen sem leikið hefur í Póllandi og í heimalandinu síðan hann var hjá Jacksonville State í bandaríska háskólaboltanum. Þá var hann á sínum tíma einnig hluti af yngri landsliðum Litháen.