Nýliðar ÍR hafa samið við Margréti Blöndal um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway deild kvenna.
Margrét er að upplagi úr KR, en lék síðast fyrir ÍR tímabilið 2020-21. Þá skilaði hún 10 stigum, 8 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið sem endaði í öðru sæti fyrstu deildarinnar.