Njarðvík hefur framlengt samningi sínum við Loga Gunnarsson fyrirliða liðsins til ársins 2024.

Logi er að upplagi úr Njarðvík sem leikið hefur með liðinu síðan hann lauk 11 ára farsælum atvinnumannaferil í Evrópu árið 2013. Logi verður 41 árs nú í september og verður því tæplega 43 ára gamall þegar að samningurinn rennur út. Þrátt fyrir þennan háa aldur skilaði Logi sínu fyrir deildarmeistara Njarðvíkur á síðustu leiktíð, með 8 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar á tæpum 22 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.