Undir 16 ára lið Íslands lagði Svíþjóð í dag í fyrsta leik umspils um 5.-8. sæti á Evrópumótinu í Búlgaríu, 92-76. Með sigrinum tryggir Ísland sig í úrslitaleik um 5.-6. sæti mótsins á meðan að Svíþjóð mun mæta Austurríki í úrslitaleik um 7.-8. sætið.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Lars Erik Bragason með 32 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Honum næstur var Birkir Hrafn Eyþórsson með 22 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.

Lokaleikur Íslands á mótinu mun því vera upp á 5. sæti mótsins gegn Bosníu kl. 10:45 í fyrramálið.

Tölfræði leiks