Tindastóll hefur samið við Keyshawn Woods um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Keyshawn er 26 áta, 191 cm bakvörður sem kemur til Tindastóls frá Iraklis Thessaloniki í Grikklandi, en ásamt þar hefur hann einnig leikið í Póllandi og Hollandi síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2019. Í háskólaboltanum lék hann síðast fyrir Ohio State.