Keflavík hefur samið við Karina Konstantinova fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Karina er 22 ára, 173 cm búlgarskur bakvörður sem ásamt heimalandinu hefur leikið fyrir lið á Ítalíu og á Spáni. Á síðasta tímabili lék hún fyrir San Salvatore á Ítalíu og skilaði þar 15 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá var hún á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Búlgaríu.