Stjarnan hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Julius Jucikas fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Julius er 32 ára, 204 cm framherji frá Litháen sem kemur til liðsins frá Neptūnas í heimalandinu, en með þeim skilaði hann 7 stigum og 3 fráköstum á um 17 mínútum spiluðum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Ásamt heimalandinu hefur hann einnig leikið sem atvinnumaður í Lettlandi og í Japan á 13 ára feril sem hófst hjá Silute í Litháen.