Ísland mætir Úkraínu í kvöld í Ólafssal í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Um er að ræða seinni leik þessa ágúst glugga, en liðið tapaði á dögunum fyrri leiknum gegn Spáni ytra. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. 

Í fyrri leiknum í riðil Íslands unnu, ásamt Spáni, Georgía og Ítalía sína leiki. Því færðist Ísland niður úr öðru sæti hans niður í það fjórða, en aðeins þrjú efstu liðin komast áfram á lokamótið á næsta ári.

Karfan kom við á æfingu hjá Íslandi í dag og spjallaði við Jón Axel Guðmundsson leikmann liðsins um leikinn gegn Spáni, möguleika liðsins gegn Úkraínu og hvernig það er að koma aftur inn í hópinn, en Jón var fjarri góðu gamni í fyrri leik gluggans gegn Spáni vegna meiðsla.