Nýliðar ÍR hafa samið við Jamie Cherry fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Jamie er 27 ára, 173 cm bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins frá Bosníu, en hún hefur leikið sem atvinnumaður síðan hún kláraði Norður Karólínuháskólann árið 2018. Á síðasta tímabili skilaði hún 11 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.