Undir 16 ára drengjalið Íslands tryggði sig áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Búlgaríu í dag með sigri á Tékklandi, 81-74.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Birkir Eyþórsson með 28 stig, 10 fráköst og þá bætti Birgir Halldórsson við 21 stigi og 6 fráköstum.

Með sigrinum færist Ísland tímabundið í efsta sæti riðils síns, en heimamenn í Búlgaríu eru líklegir til þess að taka það sæti eftir að þeir klára riðlakeppni sína með sigri gegn botnliði Lúxemborg. Líklegt er að Ísland hafni í 2. sæti riðilsins og munu þeir því fara áfram í átta liða úrslit mótsins. Í átta liða úrslitunum munu þeir mæta efsta liðinu úr A riðil, Belgíu, í leik komandi fimmtudag 18. ágúst kl. 13:45.

Tölfræði leiks