Undir 18 ára lið Íslands lagði Austurríki í dag í fyrsta leik sínum í umspili um 9.-18. sæti á Evrópumótinu í Búlgaríu, 56-43.

Ísland náði forystunni strax í upphafi leiks og hélt í hana allt til enda hans. Austurríki var þó aldrei langt undan, því sterkt hjá liðinu að láta forystuna ekki af hendi og sigra að lokum með mesta mun liðanna í leiknum, 13 stigum, 56-43.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir 12 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Henni næstar voru Sara Líf Boama með 9 stig, 3 fráköst og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 9 stig og 5 stolna bolta.

Næsti leikur Íslands í þessu umspili er kl. 17:30 á morgun gegn frændum vorum Dönum.

Tölfræði leiks