Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap fyrir Svíþjóð í dag í undanúrslitum Evrópumótsins í Rúmeníu, 71-94.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Tómas Valur Þrastarson með 19 stig, 6 fráköst og Daníel Ágúst Halldórsson bætti við 16 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Ísland mun því leika um þriðja sæti mótsins næst, gegn liðinu sem tapar hinni undanúrslitaviðureigninni, Finnlandi eða Danmörku.

Tölfræði leiks