Undir 16 ára drengjalið Íslands mátti þola tap fyrir Belgíu í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Búlgaríu, 107-59.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Lars Erik Bragason með 13 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næst voru Birkir Eyþórsson með 11 stig, 4 fráköst og Viktor Lúðvíksson með 11 stig og 6 fráköst.

Ísland mun því næst leika um sæti 5-8 í keppninni gegn tapliði viðureignar Svíþjóð og Þýskalands.

Tölfræði leiks