Undir 16 ára lið Íslands lagði Sviss í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 86-64.

Liðið hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, en í gær lögðu þeir Lúxemborg.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Birkir Eyþórsson með 28 stig, 11 fráköst og Viktor Lúðvíksson bætti við 12 stigum og 11 fráköstum.

Næst leika þeir á morgun gegn heimadrengjum í Búlgaríu kl. 15:15 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks