Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Lúxemborg nokkuð örugglega rétt í þessu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 49-90.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Lars Erik Bragason með 17 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Honum næstur var Birgir Leó Halldórsson með 22 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næsti leikur liðsins er á morgun föstudag 12. ágúst kl. 13:00 gegn Sviss.

Tölfræði leiks