Undir 16 ára lið Íslands tryggði sér í dag fimmta sæti á Evrópumótinu í Búlgaríu með sigri gegn Bosníu í lokaleik mótsins, 96-91

Líkt og tölurnar gefa til kynna var um nokkuð jafnan leik að ræða, þar sem að Bosnía var lengst af nokkrum stigum á undan. Með góðum fjórða leikhluta nær Ísland þó að byggja sér upp smá forystu sem þeir svo hanga á út leikinn.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Birkir Eyþórsson með 34 stig, 3 fráköst, 2 stoðsendingar og Viktor Lúðvíksson með 18 stig, 12 fráköst og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks