Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers máttu þola tap í undanúrslitum NBL1 deildarinnar í Ástralíu gegn Sturt Sabres, 70-74.

Isabella hefur verið að glíma við meiðsl og hefur því lítið geta beitt sér í síðustu leikjum. Á 20 mínútum spiluðum af bekk liðsins í þessum leik skilaði hún 9 stigum, 11 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

South Adelaide eru því úr leik þetta tímabilið á meðan að Sturt munu leika til úrslita við West Adelaide.

Tölfræði leiks