Undir 16 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu.

Að öðrum ólöstuðum hefur leikmaður Selfoss Birkir Hrafn Eyþórsson verið besti leikmaður liðsins.

Frammistöðu hans hafa fleiri tekið eftir, þar sem FIBA setur hann í níu leikmanna úrvalslið riðlakeppninnar. Þar er hann með Julius Price frá Svíþjóð, Declan Duru og Christian Anderson frá Þýskalandi, Olavi Suutela frá Finnlandi, Aleksandar Gavalyugov frá Búlgaríu, Andrej Acimovic frá Bosníu, Jayden Hodge frá Belgíu og Fynn Schott frá Austurríki.

Berjast leikmennirnir níu í netkosningu um titilinn verðmætasti maður mótsins, en hægt er að kjósa Birkir Hrafn með hlekknum hér fyrir neðan.

Kosning FIBA á verðmætasta leikmanni Evrópumótsins í Búlgaríu