Þjálfarinn Dave Hopla sem sérhæfir sig í skottækni leikmanna, er væntanlegur til landsins á næstu dögum þar sem hann verður með æfingabúðir fyrir leikmenn í Origo Höll Vals að Hlíðarenda.

Dave Hopla hefur þjálfað bestu leikmenn heims á borð við Michael Jordan, auk annarra leikmanna í NBA, WNBA, háskólaboltanum og annarra. Hopla sem fyrr segir leggur áherslu á skottækni leikmanna og er þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann klikkar varla úr skoti. 

Námskeiðin sem hann heldur verða fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11 ára eða eldri og verða auglýst frekar síðar í vikunni, en hann er væntanlegur til landsins dagana 28. ágúst til 4. september.

Heimasíðu Hopla má finna hér.