Hafnfirðingurinn Hanna Þráinsdóttir fyrrum leikmaður Georgian Court Lions í bandaríska háskólaboltanum hefur verið tilnefnd sem kona ársins í annarri deild bandaríska NCAA háskólaboltans. Verðlaunin eru veitt hvert ár, en þetta árið er Hanna ein 39 tilnefndra í annarri deildinni í 17 íþróttagreinum.

Hanna hefur leikið með Georgian Court síðan tímabilið 2018-19 tímabilið og lauk hún því fjögurra ára veru sinni með skólanum síðastliðið vor, en hún var á tímanum fyrirliði liðsins og skilaði mest 9 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti að meðaltali í leik tímabilið 2020-21.

NCAA mun tilkynna hvaða 30 konur eru efstar í kjörinu í október. Þaðan af mun valnefnd velja þrjár konur úr hverri deild háskólaboltans. Af þeim 9 tilnefndu sem eru þar eftir mun nefnd NCAA síðan velja hver er kona ársins í janúar 2023.

Samkvæmt Hönnu mun hún eyða sumrinu á Íslandi áður en hún flytur til Manhattan til þess að fara í meistaranám í fjölmiðlum, menningu og samskiptum í New York University, en þá mun hún einnig spila fyrir lið NYU á komandi tímabili.