Gunnar Ólafsson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Fryshuset Basket í Svíþjóð fyrir komandi tímabil.

Gunnar kemur til liðsins frá Stjörnunni, en þar hefur hann leikið síðan tímabilið 2019-20. Á síðasta tímabili skilaði hann 7 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali. Liðið endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og voru slegnir út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar af verðandi Íslandsmeisturum Vals, en fyrr á tímabilinu hafði Stjarnan orðið bikarmeistari. Þá hefur Gunnar verið hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum, leikið 25 leiki síðan árið 2017.

Fryshuset er í höfuðborginni í Svíþjóð, Stokkhólmi og leikur í úrvalsdeildinni.