Grindavík hefur samið við Gaios Skordilis fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Gaios er 34 ára, 208 cm miðherji frá Grikklandi sem síðast lék fyrir Montreal Alliance í kanadísku CEBL deildinni. Líkt og aldurinn gefur til kynna er hér um að ræða gífurlega reynslumikinn atvinnumann sem fyrir utan Kanada hefur lengst af leikið í heimalandinu. Þá var hann á sínum tíma hluti af yngri landliðum Grikklands.