Hrunamenn hafa samið við Hólmvíkinginn Friðrik Heiðar Vignisson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Friðrik er 19 ára gamall bakvörður sem lék upp yngri flokka og með meistaraflokki Vestra á Ísafirði. Lék hann með Vestra í Subway deildinni á síðasta tímabili, sem og árið áður, 2020-21, þegar að liðið tryggði sig upp í deildina úr fyrstu deildinni. Þá skilaði hann 4 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu á um 15 mínútum að meðaltali í leik. Friðrik Heiðar hefur einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.