Nýliðar ÍR hafa samið við Grétu Proppé Hjaltadóttur fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Gréta er 18 ára, 174 cm bakvörður sem kemur til ÍR frá Vestra. Fyrsti leikur Grétu í meistaraflokki var árið 2020, en á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 12 leikjum með liðinu í fyrstu deildinni. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.