Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið, en þetta staðfesti Svali Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildar í samtali við Vísi í dag.

Finnur Freyr, sem hefur stýrt Val frá árinu 2020, gerði liðið að Íslandsmeisturum karla síðasta vor, en Valur hafði ekki unnið titilinn í 39 ár fram að því. Þar áður þjálfaði Finnur Freyr lið Horsens í Danmörku, auk þess sem hann átti afar farsælan feril sem þjálfari KR.