Tindastóll hefur framlengt samningi sínum við Fanney Maríu Stefánsdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Fanney er 16 ára framherji sem leikið hefur með meistaraflokki Tindastóls síðan árið 2020. Á síðasta tímabili skilaði hún 4 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á rúmum 14 mínútum spiluðum að meðaltali í 18 leikjum fyrir Tindastól.