Nýliðar Hauka hafa samið við Darwin Davis fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Darwin er 29 ára bakvörður sem lengst af hefur spilað í Slóveníu síðan hann kláraði feril sinn með Xavier í bandaríska háskólaboltanum. Ásamt Slóveníu hefur hann þó einnig komið við í efri deildum Þýskalands, Frakklands, Ungverjalands og nú síðast Kýpur.