Leikmaður KR Brynjar Þór Björnsson hefur lagt skóna á hilluna. Staðfestir leikmaðurinn það í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Brynjar er 34 ára gamall og hóf feril sinn með meistaraflokki KR 16 ára gamall árið 2004. Síðan þá hefur hann alla tíð leikið fyrir KR fyrir utan eitt tímabil með Jamtland í Svíþjóð 2011-12 og eitt tímabil með Tindastól 2018-19.

Í 8 skipti vann Brynjar Íslandsmeistaratitilinn með KR og í þrígang bikarmeistaratitilinn. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar árið 2016.

Frá 2007 til 2017 lék Brynjar Þór einnig 68 leiki fyrir landslið Íslands.

Karfan óskar Brynjari velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.