Íslandsmeistarar Vals hafa framlengt samningi sínum við Ástþór Atla Svalason fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Ástþór er 20 ára gamall bakvörður sem leikið hefur upp alla yngri flokka Vals og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2018. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 20 ára liðinu sem náði undraverðum árangri á Evrópumótinu í Georgíu.