A landslið kvenna fer í æfingaferð á dögunum til Tampere í Finnlandi þar sem liðið mun etja kappi við Finnland og Svíþjóð. Benedikt Guðmundsson hefur valið 12 leikmenn til að taka þátt í leikjunum tveim en þeir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir landsliðsglugga vetrarins í undankeppni EM sem fram fara í nóvember og febrúar næstkomandi.

Leikið verður kl. 18:00 föstudag gegn Finnlandi og 16:30 laugardag gegn Svíþjóð (að finnskum tíma).

Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni úr U20 landsliði kvenna frá í sumar, þær Diljá Ögn Lárusdóttir frá Stjörnunni og Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir frá Njarðvík.

Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (4)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (10)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (2)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (Nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (2)
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík (Nýliði)
Helena Sverrisdóttir · Haukar (77)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (34)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (25)
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík (Nýliði)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörku (23)


Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir


Fararstjórn og liðsstjórn: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Dómari Íslands í leikjunum: Jóhannes Páll Friðriksson, FIBA dómari