Tindastóll hefur staðfest Vladimir Anzulović  sem næsta þjálfara liðsins í Subway deild karla.

Vladimir er 44 ára gamall króatískur fyrrum leikmaður sem síðast þjálfaði Zadar í heimalandinu, en liðið hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Eftir að hafa klárað 14 ára feril sem atvinnumaður fór Vladimir beint í þjálfun árið 2010 og hefur allar götur síðan verið bæði aðstoðar og aðalþjálfari hjá liðum í Króatíu og Slóveníu. Sem leikmaður varð hann króatískur bikarmeistari árið 2007 og sem þjálfari vann hann slóvenska bikarinn árið 2016.