Meistaraflokkur karla hjá Vestra óskaði eftir því á dögunum við mótanefnd KKÍ að fá að fara niður í 2. deild karla, en þeir féllu úr Subway deildinni á síðustu leiktíð og hefðu að öllu eðlilegu átt að taka sæti í fyrstu deildinni. Mótanefnd KKÍ leitaði því til ÍA, sem féll úr 1. deild karla á nýliðinni leiktíð og bauð þeim að taka sæti í deildinni að nýju, sem þeir þáðu. ÍA mun því keppa í 1. deild karla í stað Vestra á komandi leiktíð, og Vestri tekur sæti ÍA í 2. deild karla fyrir keppnistímabilið 2022-2023.