Íslensku liðin á Norðurlandamótinu í Kisakallio gerðu nokkuð vel í dag er þau skiptu sigrum með liðum Eistlands. Undir 16 og 18 ára drengjaliðin unnu sína leiki, en þrátt fyrir hetjulega baráttu lágu undir 16 og 18 ára stúlknaliðin fyrir Eistum.

Allt í allt hefur liðunum gengið ágætlega það sem af er móti. Öll eru liðin búin að leika við Noreg, Danmörku og Eistland og hafa þau unnið 9 leiki af 12 spiluðum. Næst á dagskrá eru leikir gegn Svíþjóð á morgun og þá er mótinu lokað gegn heimamönnum í Finnlandi á sunnudag.

01.07 – Eistland

U16 Drengja 98-63

U18 Drengja 83-77

U16 Stúlkna 77-88

U18 Stúlkna 62-65

Hér má sjá dagskrá NM 2022

Hér fyrir neðan má sjá umfjallanir, viðtöl og myndir frá leikjum dagsins: