Undir 20 ára kvennalið Íslands vann sinn annan leik í dag í umspili um sæti 9-18 á Evrópumótinu í Makedóníu er þær lögðu Króatíu nokkuð þægilega, 79-45.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Helena Rafnsdóttir með 12 stig, 9 fráköst, 3 stolna bolta og Natalía Jónsdóttir með 14 stig og 5 fráköst.

Áður hafði Ísland unnið Kósovó í þessum umspilshluta keppninnar og eru þær því eftir leikinn í efsta sæti umspils riðils síns, en næst leika þær á morgun í honum gegn Rúmeníu kl. 16:45.

Tölfræði leiks