Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur sinn fyrsta leik í dag á Evrópumótinu í Rúmeníu.

Ísland leikur í A-riðli og leika gegn Úkraínu, Eistlandi, Danmörku og Írlandi áður en leikið verður um sæti.

Fyrsti leikur liðsins er gegn Danmörku kl. 10:30.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði

Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 18 ára liðs drengja

Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér.