Tíu leikmenn hafa nú endurnýjað samninga í karla- og kvennaliði Þórs fyrir komandi átök í fyrstu deildunum.

Í júní mánuði endurnýjuðu tíu leikmenn samninga sína við karla- og kvennalið Þórs í körfubolta. Í karlaliði voru þeir Andri Már, Bergur Ingi, Páll Nóel, Róbert Orri og Smári Jónsson sem undirrituðu samninga og í kvennaliði voru það Eva Wium, Karen Lind, Heiða Hlín, Kristín María og Rut Herner sem gera sig klárar í slaginn, ásamt Maddie Sutton sem skrifaði undir hjá Þór fyrr í júní.