Subway deildar lið Þórs hefur ákveðið að skrá lið sitt í FIBA Europe Cup á komandi tímabili.
Dregið verður í undankeppni riðlakeppninnar komandi fimmtudag 14. júlí, en þar getur Þór mætt einhverjum af eftirtöldum liðum í umspili um sæti í riðlakeppninni:
Hapoel Haifa (Ísrael)
Cholet Basket (Frakklandi)
BC Kalev/Cramo (Eistlandi)
Petrolina AEK (Kýpur)