Fyrr í dag var dregið í undankeppni Europa Cup, evrópukeppni FIBA sem Þór frá Þorlákshöfn tekur þátt í í vetur.

Ljóst er að langt ferðalag býður Þórs en liðið mætir Pertolina AEK frá Kýpur í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið er í borginni Larnaca í Kýpur en liðið hefur tekið þátt í evrópukeppni síðustu ár.

Nái Þór að vinna þann leik mætir liðið Belgíska liðinu Telenet Antwerp Giants sem Elvar Þór Friðriksson lék með á síðustu leiktíð. Leikurinn fer fram 27. september næstkomandi

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér: