Undir 20 ára karlalið Íslands tryggði sig í dag áfram í undanúrslit Evrópumótsins í Georgíu með sigri gegn Svíþjóð, 71-77. Ísland er því komið áfram í undanúrslitin, en þar munu þeir á morgun mæta sigurvegara viðureignar Finnlands og Búlgaríu.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Þovaldur Orri Árnason með 28 stig, 9 fráköst og 3 stolna bolta.

Að öðrum ólöstuðum hefur Þorvaldur verið besti leikmaður liðsins, skilað 18 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali fjórum leikjum riðlakeppninnar. Frammistaða sem varð þess að FIBA útnefndi hann sem einn af leikmönnum mótsins, en hægt er að kjósa hann sem verðmætasta leikmanninn með hlekknum hér fyrir neðan.

Kosning FIBA á verðmætasta leikmanni Evrópumótsins í Georgíu

Hér fyrir neðan má sjá rosalega troðslu Þorvalds á lokamínútu sigursins í dag gegn Svíþjóð.