Ísland lagði Holland í gærkvöldi í lokaleik sínum í fyrri hluta undankeppni HM 2023, 67-66. Ísland hafði þegar tryggt sér farseðil í seinni hluta undankeppninnar, en fara nú með þrjá sigra og aðeins eitt tap í mikilvæga leiki næsta stigs keppninnar. Sigurinn var einkar góður fyrir Ísland, sem var mest 16 stigum undir um miðbygg leiksins.

Hérna er meira um leikinn

Undir lok leiksins var það körfuknattleiksmaður ársins 2021 Elvar Már Friðriksson sem tók yfir í leiknum. Í heildina skilaði hann 20 stigum í leiknum, en eins og sjá má í myndbandi FIBA hér fyrir neðan komu mörg þeirra stiga í einni runu þegar að gjörsamlega allt var undir í leiknum.