Nýliðar Hauka hafa samið við Róbert Sigurðsson fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Róbert er 28 ára gamall bakvörður sem kemur til Hauka frá ÍR, en þar skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum á um 23 mínútum spiluðum í leik á síðustu leiktíð. Lengst af hefur Róbert leikið fyrir uppeldisfélag sitt í Fjölni, en ásamt þeim og ÍR hefur hann einnig leikið fyrir Stjörnuna og Álftanes.