Róbert Sean Birmingham var eftir leik síðasta leik á NM 2022 valinn í úrvalslið mótsins af þjálfurum þeirra þjóða sem tóku þátt. Ísland vann til bronsverðlauna á mótinu á meðan að andstæðingur dagsins, Finnland, vann Norðurlandameistaratitilinn. Danmörk, Svíþjóð og Ísland voru öll jöfn með þrjá sigra og tvö töp hvert, en vegna innbyrðisstöðu hafnaði Danmörk í öðru, Ísland í þriðja og Svíþjóð í fjórða sætinu.

Í nokkuð jöfnu liði Íslands var Róbert Sean jafn bestur, með 14 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik á mótinu.